fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
433Sport

Raggi Sig sá gæði er hann mætti til Íslands – ,,Hver er þetta maður?“

Victor Pálsson
Laugardaginn 10. september 2022 09:00

Ragnar Sigurðsson. Mynd/Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður Íslands, var gestur í hlaðvarpsþættinum Dr. Football sem fór í loftið fyrir helgi.

Raggi Sig eins og hann er yfirleitt kallaður endaði ferilinn á Íslandi eftir gríðarlega góða dvöl í atvinnumennsku.

Raggi spilaði með liðum á borð við FCK, Krasnodar, Gautaborg, Fulham og Rostov en kom heim til Fylkis 2021.

Þar gekk lítið upp en Raggi lék aðeins fimm leiki er Fylkir féll og var ekki lengi að leggja skóna á hilluna í kjölfarið.

Hjörvar Hafliðason, umsjónarmaður þáttarins, spurði Ragga út í það hvort einhverjir leikmenn hafi komið honum á óvart í stuttri endurkomu í íslenska boltann.

,,Þegar við spiluðum við Breiðablik allavega og töpuðum 7-0 þá voru helvíti margir góðir í þeim leik. Jason Daði var rosalegur í þeim leik,“ sagði Raggi.

,,Ég hafði í raun aldrei heyrt um hann áður og var bara ‘Hver er þetta maður?’ Hann skein svona mest í gegn.“

,,Ég hef líka verið mjög hrifinn af Degi Dan. Ég held að þetta hafi verið gott move fyrir hann að færa sig, hann hefur tekið þetta með trompi í ár.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Snýr Mourinho aftur?

Snýr Mourinho aftur?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Nafngreina manninn sem skallaði öryggisvörð: Stöðvaður er hann pissaði utandyra – Missti allt stjórn á fimmtugsafmælinu

Nafngreina manninn sem skallaði öryggisvörð: Stöðvaður er hann pissaði utandyra – Missti allt stjórn á fimmtugsafmælinu
433Sport
Í gær

Amorim virðist skjóta á sóknarmenn United – ,,Sé bara einn sem er góður í teignum“

Amorim virðist skjóta á sóknarmenn United – ,,Sé bara einn sem er góður í teignum“
433Sport
Í gær

Steinhissa þegar 100 Spánverjar mættu til landsins – Fylgjast með á vinsælli YouTube síðu

Steinhissa þegar 100 Spánverjar mættu til landsins – Fylgjast með á vinsælli YouTube síðu
433Sport
Í gær

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“
433Sport
Í gær

Búnir að ákveða að kaupa goðsögnina fyrir 5 milljónir í sumar

Búnir að ákveða að kaupa goðsögnina fyrir 5 milljónir í sumar