fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
433Sport

Möguleiki á að Breiðhyltingar verði endanlega rotaðir um helgina eftir erfiða viku

433
Laugardaginn 10. september 2022 13:30

Strákarnir hans Sigga Höskulds unnu mikilvægan sigur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnumaðurinn Emil Pálsson, sem lagði nýverið skóna á hilluna eftir tvö hjartastopp á innan við sex mánuðum, settist í Íþróttavikuna með Benna Bó til að spá í spilin fyrir komandi umferð í Bestu deildinni en heil umferð verður spiluð á sunnudag. „Ég hef fylgst vel með undanförið,“ sagði Emil sem var valinn besti leikmaður deildarinnar árið 2015. Hann var þar ásamt Herði Snævari Jónssyni íþróttastjóra Torgs.

Hörður sagði að stórtap Leiknis gegn Víkingum 9-0 gæti hafa sent þá niður um deild. „Þeir fá Val um helgina og þurfa að koma til baka þar. Tap þar er rothögg. Loftið er svolítið farið úr Leiknisblöðrunni finnst mér. Svona tölur eiga ekkert að sjást í efstu deild og eru til skammar. Ég þykist líka vita að Leiknismenn skammist sín fyrir þessar tölur.“

Nökkvalausir KA fá Blika í heimsókn í stórleik umferðarinnar. „Þeir eru að dansa svolítið með Evrópusætið sitt með þessari sölu á Nökkva. Evrópusætið getur gefið allt að 100 milljónir og þeir hafa þurft að vega og meta að selja sinn besta mann því þeir gætu ekki komist í Evrópu verði FH bikarmeistari. Ef Valur hrekkur í gír og svo framvegis.

En ég held að þetta verði þægilegur Blikasigur.“

video
play-sharp-fill

Benedikt Bóas, sem heldur með Val, sagði frá ferð sinni í Kópavog í vikunni þar sem hann sá sína menn tapa fyrir Blikum. Heillaðist þar af frammistöðu Olivers Sigurjónssyni, sem var sem brynbrjótur á miðjunni. „Hann strögglaði í fyrra en hefur verið frábær í allt sumar,“ sagði Hörður.

Emil benti á að Oliver væri frábær karakter. „Í sumar hefur verið inn og út úr liðinu en að hann skili svona frammistöðu sýnir hvað hann er þroskaður og góður miðjumaður. Þegar Oliver er í stuði er ógeðslega gaman að sjá hann spila fótbolta.“

FH á Skagann heima í fallbaráttuslag. „Þetta er ný áskorun sem FH er að díla við núna. Ég held að þeir þurfa að verja markið sitt og fara leið eitt. Þeir hafa verið að gera það og haldið hreinu í fjóra leiki í röð. FH er samt alltaf að fara halda sér uppi,“ sagði Emil um sína menn.

Hörður benti á að haldi FH sér uppi og endi sem bikarmeistarar mega þeir vel við una. „Við getum staðið eftir tímabilið og FH ætti næst besta tímabilið af öllum liðum. Að vinna Lengjubikarinn sem er ekkert auðvelt og verða bikarmeistarar. Þá er bara Blikar, verði þeir meistarar, sem geta sagt að þeir hefðu átt betra tímabil.

Víkingar verða þá titlalausir og það er möguleiki á því ef KA tekur annað sætið og þeir tapa bikarnum þá er Víkingar ekki með í Evrópu á næsta sumri,“ benti Hörður á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Snýr Mourinho aftur?

Snýr Mourinho aftur?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Nafngreina manninn sem skallaði öryggisvörð: Stöðvaður er hann pissaði utandyra – Missti allt stjórn á fimmtugsafmælinu

Nafngreina manninn sem skallaði öryggisvörð: Stöðvaður er hann pissaði utandyra – Missti allt stjórn á fimmtugsafmælinu
433Sport
Í gær

Amorim virðist skjóta á sóknarmenn United – ,,Sé bara einn sem er góður í teignum“

Amorim virðist skjóta á sóknarmenn United – ,,Sé bara einn sem er góður í teignum“
433Sport
Í gær

Steinhissa þegar 100 Spánverjar mættu til landsins – Fylgjast með á vinsælli YouTube síðu

Steinhissa þegar 100 Spánverjar mættu til landsins – Fylgjast með á vinsælli YouTube síðu
433Sport
Í gær

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“
433Sport
Í gær

Búnir að ákveða að kaupa goðsögnina fyrir 5 milljónir í sumar

Búnir að ákveða að kaupa goðsögnina fyrir 5 milljónir í sumar
Hide picture