fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
433Sport

Emil opnar sig um seinna hjartastoppið: „Vakna við að bjargráðurinn er búinn að slá mig inn aftur“

433
Laugardaginn 10. september 2022 07:30

Frettablaðið / Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnumaðurinn Emil Pálsson, sem lagði nýverið skóna á hilluna eftir tvö hjartastopp á innan við sex mánuðum, settist í Íþróttavikuna með Benna Bó til að fara yfir fréttir vikunnar og Meistaradeildina.

Emil er að kynnast nýjum veruleika þar sem fótboltinn er ekki lengur í fyrsta sæti en Hörður Snævar Jónsson, íþróttastjóri Torgs, var með honum í settinu.

„Þetta er búið að vera ákveðinn rússibani síðustu tíu mánuðir. Ég hætti að spila fótbolta, ætlaði að halda áfram en var svo sleginn niður á jörðina aftur. Þannig þetta var upp og niður en ég er á góðum stað eins og staðan er núna,“ sagði Emil í upphafi þáttar.

video
play-sharp-fill

Emil, var atvinnumaður í Noregi frá 2018, hné niður í leik Sogndal og Stjördals-Blink mánudaginn 1. nóvember í fyrra og fór í hjartastopp. Tæknilega var hann látinn í fjórar mínútur áður en tókst að bjarga lífi hans. „Tæknilega er hægt að segja að ég hafi dáið í fjórar mínútur. En ég var sem betur fer á fótboltavelli þegar þetta gerðist og það er talað um að það sé einn af bestu stöðum í heimi til að vera á ef þú ferð í hjartastopp. Þar er sjúkrabílar og læknar og allt til alls. Ég var heppinn að þetta gerðist þar og ég var stuðaður í gang á vellinum og fluttur á sjúkrahús í rannsóknir.

Það var græddur í mig bjargráður sem stuðaði mig í gang í seinna skiptið þegar þetta gerist á æfingu hjá FH.“

Emil hafði verið að æfa með FH í nokkrar vikur og ekki fundið fyrir neinu. Hafði verið að þjálfa sig upp í nokkra mánuði, eins og að halda púls undir ákveðnum mörkum. Eftir hálft ár af endurhæfingu fékk hann grænt ljós að fara upp í hámarkspúls. „Ég byrja að mæta á æfingar hjá FH og er bara að fara aftur út til Noregs nokkrum dögum síðar. Við erum búnir að hita upp og það er verið að fara í meiri ákefð þegar ég dett bara út.

Ég finn ekki neitt fyrir þessu. Ég er að skokka og dett út og vakna 10 sekúndum síðar við að bjargráðurinn er búinn að slá mig inn aftur. Það er eitthvað vandamál í hjartanu þegar ég er í háum púls, einhver aukaslög sem er að búa til hjartsláttartruflanir þannig ég þarf núna að halda mig undir 150 í púls og slepp því við brekkuspretti það sem eftir er. Held mig í golfinu,“ sagði hann léttur.

Hörður spurði hvort það væri ekki notaleg tilfinning að bjargráðurinn virkaði sem skildi. „Það er öryggi í því. Bjargráðurinn gerir mér kleyft að lifa eðlilegu lífi í dag. Maður myndi ekki þora að gera neitt án hans. Ég hef svigrúm að gera nánast allt sem ég vil.

Í hvert sinn sem hann gerir það verður hjartað veikara og það eru ákveðnar hömlur sem gerast. Auðvitað forðast maður það en maður þarf að lifa lífinu.“

Hann sagði að það sé ýmislegt hægt að gera án þess að fara yfir 150 í púls. Hann er með um 15 í forgjöf í golfi og finnst gaman að sveifla kylfunni. „Það er slatti sem hægt er að gera undir þeim púlsi þannig ég held áfram að æfa næstum eins og ég vil.

Það er ákveðið ferli núna um hvað tekur við. Maður þekkir ekki neitt annað en að vera fótboltamaður. Að fótboltinn sé atvinna manns. Fótboltinn dregur sig að sér og þetta er eitthvað sem maður kann best. Fyrsta skrefið er að taka þjálfararéttindi og svo sér maður hvað gerist.“

Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni hér.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Snýr Mourinho aftur?

Snýr Mourinho aftur?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Nafngreina manninn sem skallaði öryggisvörð: Stöðvaður er hann pissaði utandyra – Missti allt stjórn á fimmtugsafmælinu

Nafngreina manninn sem skallaði öryggisvörð: Stöðvaður er hann pissaði utandyra – Missti allt stjórn á fimmtugsafmælinu
433Sport
Í gær

Amorim virðist skjóta á sóknarmenn United – ,,Sé bara einn sem er góður í teignum“

Amorim virðist skjóta á sóknarmenn United – ,,Sé bara einn sem er góður í teignum“
433Sport
Í gær

Steinhissa þegar 100 Spánverjar mættu til landsins – Fylgjast með á vinsælli YouTube síðu

Steinhissa þegar 100 Spánverjar mættu til landsins – Fylgjast með á vinsælli YouTube síðu
433Sport
Í gær

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“
433Sport
Í gær

Búnir að ákveða að kaupa goðsögnina fyrir 5 milljónir í sumar

Búnir að ákveða að kaupa goðsögnina fyrir 5 milljónir í sumar
Hide picture