fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433Sport

Barcelona losar enn eina stjörnuna af launaskrá

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 8. september 2022 21:31

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn einn leikmaðurinn hefur verið losaður frá Barcelona en félagið hefur gert mikið í sumar til að losna við menn af launaskrá.

Góð dæmi um leikmenn eru þeir Rui Puig, Pierre-Emerick Aubameyang, Martin Braithwaite og Samuel Umtiti.

Nú hefur Miralem Pjanic verið leystur undan samningi hjá Barcelona sem reynir að laga eigin fjárhagsstöðu.

Pjanic er 32 ára gamall og kim til Barcelona frá Juventus árið 2020 en lék aðeins 19 deildarleiki.

Hann hefur skrifað undir samning við Sharjah í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og mun leika þar næstu tvö árin.

Pjanic var frábær fyrir Roma frá 2011 til 2016 og lék einnig yfir 120 leiki í Serie A fyrir Juventus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning
433Sport
Í gær

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“
433Sport
Í gær

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson