Galatasaray í Tyrklandi hefur fengið alvöru liðsstyrk fyrir komandi átök á þessu tímabili.
Bæði Mauro Icardi og Juan Mata hafa skrifað undir samning við Galatasaray en um tvo öfluga leikmenn er að ræða.
Icardi kemur til Galatasaray á láni út tímabilið en hann er samningsbundinn Paris Saint-Germain.
Icardi er mikill markaskorari og raðaði lengi inn mörkum með Inter Milan á Ítalíu.
Mata kemur þá á frjálsri sölu til Tyrklands en hann yfirgaf lið Manchester United í sumar eftir mörg farsæl ár á Englandi.