Manchester United byrjar ansi illa í Evrópudeildinni þetta árið eftir leik við Real Sociedad í kvöld.
Man Utd tók á móti Sociedad á heimavelli sínum í Manchester en þurfti að sætta sig við 1-0 tap.
Það var Brais Mendez sem sá um að tryggja Sociedad sigurinn með marki á 59. mínútu seinni hálfleiks úr vítaspyrnu.
Í sama riðli og þessi lið mættust Omonia og Sheriff þar sem Sheriff hafði betur sannfærandi 3-0.
Elías Rafn Ólafsson er búinn að missa byrjunarliðssæti sitt hjá Midtjylland en liðið mætti Sturm Graz í kvöld.
Elías hóf tímabilið sem aðalmarkvörður Midtjylland en er nú orðinn varamaður og lék ekki í 1-0 tapi gegn þeim austurrísku.
Fleiri leikir fóru fram og hér má sjá helstu úrslitin.
Manchester Utd 0 – 1 Real Sociedad
0-1 Brais Mendez(’59 , víti)
Omonia 0 – 3 Sheriff
0-1 Rasheed Ibrahim Akanbi(‘2)
0-2 Iyayi Atiemwen (’54 , víti)
0-3 Mouhamed Diop (’76)
Lazio 4 – 2 Feyenoord
1-0 Luis Alberto (‘4 )
2-0 Felipe Anderson (’15)
3-0 Matias Vecino (’28)
4-0 Matias Vecino (’63)
4-1 Santiago Gimenez (’69 , víti)
4-2 Santiago Gimenez (’88 )
Sturm Graz 1 – 0 Midtjylland
1-0 Emanuel Emegha(‘8 )