Búið er að staðfesta það að leikjum morgundagsins á Englandi hafi verið frestað.
Tveir leikir áttu að fara fram í deildarkeppnum Englands í annarri og þriðju efstu deild.
Burnley átti að spila við Norwich í ensku Championship-deildinni og átti Stockport að heimsækja Tranmere.
Þessum leikjum hefur verið frestað í kjölfar andláts Elísabetar Bretlandsdrottningar.
Búist er einnig við að leikjum ensku úrvalsdeildarinnar verði frestað um helgina.