Karim Benzema, leikmaður Real Madrid, verður frá næstu þrjár vikurnar vegna meiðsla.
Þetta hefur spænska félagið staðfest en Benzema fór af velli í 3-0 sigri á Celtic í Meistaradeildinni í gær.
Um er að ræða einn allra mikilvægasta ef ekki mikilvægasta leikmann Real en hann er að glíma við meiðsli í læri.
Eden Hazard kom inná sem varamaður fyrir Benzema í gær og átti góðan leik með því að bæði skora og leggja upp.
Real á eftir að spila þrjá leiki fyrir landsleikjahlé og eru allar líkur á að Frakkinn verði ekki með í þeim verkefnum.