fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433Sport

Henry: Mbappe er betri leikmaður en Haaland

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 8. september 2022 19:17

Haaland og Guardiola.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kylian Mbappe er betri leikmaður en Erling Haaland að sögn Thierry Henry sem er goðsögn hjá bæði franska landsliðinu sem og Arsenal.

Haaland hefur byrjað tímabilið stórkostlega með Manchester City eftir að hafa komið til félagsins frá Borussia Dortmund í sumar.

Mbappe er þá nafn sem flestir kannast við en hann leikur með Paris Saint-Germain og er talinn einn besti sóknarmaður heims.

Henry er á því máli að Mbappe sé öflugra vopn en Haaland í sókninni þar sem hann getur boðið upp á meira þegar þess þarf.

,,Mbappe getur skapað færi og klárað þau. Haaland býr ekkert til, hann klárar færin,“ sagði Henry.

,,Mbappe getur spilað hægra megin og vinstra megin sem og fyrir miðju, Haaland getur bara spilað fyrir miðju.“

,,Hann er frábær leikmaður og með hann í sínum röðum hefðu þeir getað unnið Meistaradeildina á síðustu leiktíð. Að mínu mati er hins vegar Mbappe enn á undan honum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning
433Sport
Í gær

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“
433Sport
Í gær

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson