Á Fréttavaktinni í kvöld fjöllum við um andlát Elísabetar Englandsdrottningar en ættingjar hennar héldu til Skotlands í dag til að vera hjá þjóðhöfðingjanum.
Þingkona Pírata segir það alrangt að stór hluti hælisleitenda misnoti kerfið hér á landi. Ummæli dómsmálaráðherra í þá veru ali á fordómum og það sé alvarlegt. Frumvarp um breytingar á útlendingalögum verður lagt fram í fimmta sinn þegar þing kemur saman í næstu viku.
Ómannaðri eldflaug verður skotið á loft frá Langanesi í september eða október á vegum breskra aðila. Öll leyfi hafa fengist hér á landi fyrir eldflaugarskotinu. Mikið sjónarspil segir sveitarstjórinn.
Hjólabogi á umferðareyju við Hafnartorg hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum. Sindri Freyr Ásgeirsson, formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, prófaði bogann.