Thomas Tuchel sást opinberlega í fyrsta sinn frá brottrekstri sínum frá Chelsea í dag.
Tuchel var rekinn óvænt í gær. Chelsea hafði byrjað tímabilið brösuglega í ensku úrvalsdeildinni og þá tapaði liðið 1-0 gegn Dinamo Zagreb í fyrradag.
Graham Potter er tekinn við Chelsea. Félagið kaupir hann frá Brighton.
Tuchel sást í dag í göngutúr í vonskuveðri í Lundúnum. Ljósmyndarar náðu mynd af honum og má sjá hana hér neðar.