fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433Sport

Chelsea staðfestir fimm ára samning Graham Potter

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 8. september 2022 14:51

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea hefur staðfest ráðningu sína á Graham Potter sem er nýr knattspyrnustjóri félagsins. Skrifar hann undir fimm ára samning við félagið.

Chelsea ákvað í gær að reka Thomas Tuchel úr starfi en hann og nýr eigandi Chelsea, Todd Bohely náðu ekki vel saman.

Potter tekur með sér Billy Reid, Bjorn Hamberg og Bruno sem voru þjálfarar í aðalliði Brighton. Hann tekur einnig með sér markmannsþjálfarann Ben Roberts og aðstoðarmann yfir kaupaum Brighton, Kyle Macaulay með sér til Chelsea.

„Ég er ótrúlega stoltur af því að taka við Chelsea,“ segir Potter sem kemur til félagsins frá Brighton.

Potter vann gott starf hjá Brighton og borgar Chelsea í kringum 13 milljónir punda til að fá Potter til starfa.

„Þetta er fra´bært félag. Ég vil þakka Brighton fyrir að gefa mér tækifærið og sérstaklega Tony Bloom og öllum leikmönnum.“

Todd Bohely fagnar því að fá Potter í starfið. „Við erum virkilega stolt af því að fá Graham til Chelsea. Hann hefur sannað ágæti sitt í deildinni. Við hlökkum til að styðja hann til góðra verka,“ segir Bohely.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning
433Sport
Í gær

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“
433Sport
Í gær

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson