Ensku liðin í Evrópudeildinni, Arsenal og Manchester United, hefja leik í keppninni í kvöld.
Arsenal heimsækir Zurich klukkan 16:45 að íslenskum tíma. United fær Real Sociedad í heimsókn klukkan 19.
Skytturnar eru, samkvæmt helstu veðbönkum, líklegasta liðið til að standa uppi sem sigurvegarar Evrópudeildarinnar í ár. Stuðullinn á því að Arsenal vinni er um 6 hjá flestum veðmálasíðum.
Þar á eftir kemur United, sem fór í úrslitaleik keppninnar á þarsíðustu leiktíð. Stuðullinn á Rauðu djöflunum er um 8.
Lærisveinar Jose Mourinho í Roma koma þar á eftir. Real Betis er þá talið fjórða líklegasta liðið til að standa uppi sem sigurvegari Evrópudeildarinnar næsta vor.