Greint var frá því um hádegisbil í dag að Elísabet Bretadrottning væri undir sérstöku eftirliti lækna eftir að heilsan hennar varð verri í morgun. Ljóst er að þessum veikindum hennar er tekið alvarlega og virðist það vera sem allir í Bretlandi séu að búa sig undir andlát hennar.
Til að mynda eru fréttamenn BBC komnir í svört jakkaföt og dagskrá stöðvarinnar hefur verið frestað út daginn, ef það skyldi þurfa að tilkynna að drottningin sé dáin. Þá er sagt að öll börn drottningarinnar séu nú komin til hennar, sem og Vilhjálmur prins. „Þetta er alvarlegt,“ segir Chris Ship, ritstjóri frétta um konungsfjölskylduna á ITV.
All the Queen’s four children are now with her at Balmoral Castle. Along with her grandson, the Duke of Cambridge.
This is a serious situation. #queen #queenelizabeth pic.twitter.com/6fWzhHxLol— Chris Ship (@chrisshipitv) September 8, 2022
Segja má að allt Bretland skelfi í dag en samfélagsmiðillinn Twitter hefur logað síðan fregnirnar um heilsu drottningarinnar bárust fyrr í dag.
Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, er til að mynda áhyggjufull en hún segir að öll þjóðin sé á sama báti.
The whole country will be deeply concerned by the news from Buckingham Palace this lunchtime.
My thoughts – and the thoughts of people across our United Kingdom – are with Her Majesty The Queen and her family at this time.
— Liz Truss (@trussliz) September 8, 2022
Fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan hefur einnig áhyggjur en hann segist ekki geta ímyndað sér raunveruleika án drottningarinnar.
I can’t even imagine Britain without this Queen.
Very unsettling day.— Piers Morgan (@piersmorgan) September 8, 2022
Samfélagsmiðlastjarnan KSI, sem er hvað þekktastur á YouTube, segir að hann vilji ekki að drottningin deyji.
Don’t want the Queen to die 🙁
— ksi (@KSI) September 8, 2022
Þá hafa fjölmargir birt færslur á miðlinum til að lýsa yfir stuðning við drottninguna. Þær færslur koma þó ekki bara frá Bretlandi heldur hefur fólk hvaðanæva úr heiminum sent hlýjar kveðjur til Elísabetar.
Prayers 🙏🏼🙏🏼 🙏🏼for #QueenElizabeth🇬🇧from🇺🇸 pic.twitter.com/8VIbcYtNZb
— Mockler Bassets (@MocklerBassets) September 8, 2022