Svo virðist vera sem fréttamenn BBC, sem og táknmálstúlkar miðilsins, séu komnir í svört föt. Fréttamennirnir eru því núna að uppfylla þær klæðaburðarreglur sem fylgja þarf ef þeir þurfa að tilkynna um andlát Elísabetar drottningar. Samkvæmt reglunum þurfa fréttamennirnir að klæðast svörtum jakkafötum og svörtu bindi.
Á myndinni hér fyrir neðan má sjá fréttamanninn Huw Edwards klæðast svörtu er hann greinir frá veikindum drottningarinnar.
BBC World presenter Huw Edwards wears a black tie as he reports on the major concerns about Queen Elizabeth II's health.
This feels like a truly historic moment and reminds me of the anxiety in the days and hours before the death of Thailand's King Bhumibol in 2016. pic.twitter.com/A2cdD7tFLV
— Mathias Peer (@mpeer) September 8, 2022
Þá segir í frétt The National að BBC sé búið að fresta allri dagskrá til klukkan 6 í kvöld. Það virðist því vera sem stöðin sé að undirbúa allt ef til skyldi koma að drottningin deyi í dag.