Thomas Tuchel gengur í burtu með þrettán milljónir punda, eftir að hafa verið rekinn sem stjóri Chelsea í gær. Hann er sagður hafa verið að missa tökin á leikmannahópnum áður en hann var rekinn.
Samband Tuchel við stjörnuleikmenn Chelsea, sem og eigandann Todd Boehly, eru sagðar meginástæður fyrir því að hlutirnir hættu að ganga upp og að Þjóðverjinn hafi nú verið látinn fara.
Margir af leikmönnum Chelsea hafa sent kveðju á Tuchel í gengum samfélagsmiðla en ensk blöð vekja athygli á því að hið minnsta ellefu leikmenn hafa ekki sagt orð.
Hakim Ziyech, Christian Pulisic, Armando Broja, Conor Gallagher, Thiago Silva, Marcus Bettinelli, N’Golo Kante, Marc Cucurella, Denis Zakaria, Carney Chukwuemeka og Pierre-Emerick Aubameyang hafa ekki látið í sér heyra.
Hér að neðan eru kveðjurnar sem Tuchel hefur fengið.