fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Þórður Snær og Arnar stefna Páli fyrir meiðyrði

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 8. september 2022 10:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, og Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður á sama miðli, hafa stefnt framhaldsskólakennaranum og bloggaranum Páli Vilhjálmssyni fyrir héraðsdóm vegna meintra ærumeiðandi ummæli. Þetta kemur fram í færslu Páls á bloggsíðu hans í morgun.

Lögmaður blaðamannanna, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, krafðist fyrir hönd þeirra ómerkingar tvennra ummæla sem Páll hefur látið falla á bloggsíðu sinni um lögreglurannsókn á stuldi síma Páls Steingrímssonar skipstjóra. Þórður Snær og Arnar Þór hafa auk Aðalsteins Kjartanssonar, blaðmanns á Stundinni, og Þóru Arnórsdóttur, ritstjóra Kveiks á RÚV verið yfirheyrð vegna málsins og hefur Páll Vilhjálmsson farið mikinn á bloggsíðu sinni um málið og birt fjölda færslna því tengdu.

Ummælin sem Þórður Snær og Arnar Þór krefjast ómerkingar á eru eftirfarandi.

  1. Arn­ar Þór Ing­ólfs­son og Þórður Snær Júlí­us­son, blaðamenn á Kjarn­an­um, […] eiga aðild, beina eða óbeina, að byrlun Páls skipstjóra Steingrímssonar og stuldi á síma hans.
  2. Saksóknari mun gefa út ákæru á hendur blaðamönnum RSK-miðla, líklega í september

Þá kemur fram að Þórður Snær og Arnar Þór vilji hvor um sig fá 1,5 milljónir króna í miskabætur og að málskostnaður þeirra sé greiddur af Páli.

Páll greindi frá því þann 9. maí síðastliðinn að honum hefði borist krafa frá tvímenningunum um að Páll myndi draga ummælin tilbaka og biðjast afsökunar á þeim ellegar sæta málsókn. Páll kaus hins vegar að gera það ekki.

Ljóst er að Páli þykir lítið til stefnunnar koma. Málatilbúnaður Þórðar Snæs og Arnars Þórs er einn stór brandari. „Ef það má ekki segja opinberlega almælt tíðindi, þótt þau komi við kaun blaðamanna, má pakka tjáningarfrelsinu saman og senda það í Gúlagið,“ skrifar Páll.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“
Fréttir
Í gær

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákæran gegn Sigurði Fannari birt: Játar hvorki né neitar því að hafa banað dóttur sinni

Ákæran gegn Sigurði Fannari birt: Játar hvorki né neitar því að hafa banað dóttur sinni