Ofnskúffur og grindur eiga það til að verða skítugar, mjög skítugar. Það er síðan ekki auðvelt né skemmtilegt að þrífa þær en með þessari aðferð verða skúffurnar og grindurnar hreinar á örskotsstund að sögn konunnar ráðagóðu.
Það sem þarf er álpappír og tvær uppþvottavélatöflur.
Skúffum og grindum er pakkað inn í álpappír. Því næst eru þær settar í mjög heitt vatn, jafnvel sjóðandi, í vaski eða bala. Síðan eru töflurnar settar ofan á og síðan er bara að bíða í eina klukkustund. Þá er álpappírinn tekinn utan af og þá á að sögn konunnar að vera hægt að þurrka skítinn auðveldlega af með tusku.
Það er efnafræðilegt samspil taflnanna og álpappírsins sem gerir að verkum að skítur og drulla á skúffunum og grindunum leysist upp. Síðan er auðvelt að þurrka þær með tusku.