fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Segja að „Dómsdagsjökullinn“ bráðni tvisvar sinnum hraðar en áður var talið

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 10. september 2022 21:00

Thwaitesjökullinn. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hann er á stærð við England og hefur verið kallaður „Dómsdagsjökullinn“ því ef hann bráðnar mun það hafa mikil áhrif á sjávarhæð um allan heim. Þetta er Twaites jökullinn á Suðurskautinu.

Rannsóknir hafa sýnt að hann er að bráðna og að erfitt verður að stöðva bráðnunina. Niðurstöður nýrrar rannsóknar, sem hefur verið birt í Nature Geoscience, sýna að hættan, sem stafar af jöklinum, er meiri en áður var talið.

CNN segir að vísindamenn hafi rannsakað hop jökulsins í sögulegu samhengi og komu niðurstöðurnar þeim á óvart.

Þeir komust að því að jökullinn hafi einhvern tímann á síðustu tvö hundruð árum rifið sig lausan frá hafsbotni, líklega um miðja síðustu öld, og hafi síðan minnkað um 2,1 kílómetra á ári að meðaltali. Það er tvöfalt meira en áður var talið.

Robert Larter, sjávarjarðeðlisfræðingur hjá British Antarctic Survey, sagði að staða jökulsins sé viðkvæm og reikna megi með að miklar breytingar verði á skömmum tíma, jafnvel á milli ára.

Bráðnun jökulsins getur valdið því að yfirborð sjávar hækki um hálfan metra á heimsvísu. Það myndi hafa skelfilegar afleiðingar fyrir fólk sem býr rétt yfir sjávarmáli.

Rannsókn, sem var gerð á síðasta ári, sýndi að á næstu fimm árum getur ísþiljan, sem heldur jöklinum í jafnvægi og kemur í veg fyrir að ís brotni af honum og fljóti á haf út, eyðilagst. Það hefur hert á bráðnuninni að sjór kemst nú undir jökulinn og veldur því að hann bráðnar einnig neðan frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti