Graham Potter hefur náð munnlegu samkomulagi við Chelsea um að gerast næsti stjóri liðsins.
Það er Matt Law, blaðamaður Telegraph, sem greinir frá þessu.
Thomas Tuchel var nokkuð óvænt rekinn frá Chelsea í gær eftir ósannfærandi gengi á upphafi tímabils.
Potter var strax settur efstur á óskalista félagsins sem arftaki hans og nú virðist sem svo að hann sé að taka við.
Hann er nú stjóri Brighton og þarf Chelsea að kaupa hann yfir.
Graham Potter has verbally agreed to become the new Chelsea head coach. All that remains is to complete the formal process. Graham Potter will be the new Chelsea head coach #cfc
— Matt Law (@Matt_Law_DT) September 8, 2022