fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Kanadíski fjöldamorðinginn lést eftir handtöku – Óhugnanleg fortíð hans afhjúpuð

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. september 2022 05:54

Damien Sanderson og Myles Sanderson. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Saskatchewan í Kanada staðfesti í nótt að íslenskum tíma að hún hefði handtekið Myles Sanderson sem hafði verið leitað síðan á sunnudaginn eftir að hann og bróðir hans, Damien, stungu 10 manns til bana. Myles var fluttur á sjúkrahús eftir handtökuna. Hann lést skömmu eftir komuna þangað. Er hann sagður hafa látist af völdum áverka sem hann veitti sér sjálfur.

Morðin frömdu bræðurnir í samfélagi kanadískra frumbyggja en þar búa um 3.400 manns. Auk þeirra tíu sem bræðurnir myrtu þá særðu þeir 18.

Kanadískir fjölmiðlar hafa að undanförnu skýrt frá óhugnanlegri fortíð Myles en hann hafði hlotið 59 refsidóma. Í febrúar mátu yfirvöld það sem svo að samfélaginu stafaði ekki hætta af honum og var honum því sleppt úr fangelsi.

Aðeins sjö mánuðum síðar var Myles orðinn miðpunktur eins versta fjöldamorðs sögunnar í Kanada.

Í kjölfar morðanna hófst mikil leit lögreglunnar að þeim bræðrum. Á mánudaginn fannst Damien látinn og er talið að Myles hafi myrt hann. Damien var með stungusár.

En hvort sem Myles myrti bróður sinn eður ei, þá liggur ljóst fyrir að hann átti sér óhugnanlega fortíð.

Samkvæmt opinberum skjölum þá var hann beittur kynferðisofbeldi á barnsaldri og bjó við erfiðar heimilisaðstæður. Hann byrjaði að drekka áfengi 12 ára og þegar hann var 14 ára var röðin komin að fíkniefnum.

Á næstu árum fór að bera mjög á ofbeldishneigð hjá honum. Voru afbrot hans oft tengd neyslu fíkniefna og áfengis. Sagði hann sjálfur að hann væri allt önnur persóna þegar hann neytti fíkniefna og áfengis en þegar hann væri edrú.

Lögreglan hefur ekki sagt neitt um hugsanlegar ástæður morðanna en margir úr röðum frumbyggja segja að áfengi og fíkniefni komi þar við sögu. „Hjörtu okkar eru brostin vegna hinna látnu. Það er þessi eyðilegging sem við stöndum frammi fyrir þegar hættuleg efni ráðast inn í samfélagið okkar,“ sagði Bobby Cameron, forstjóri samtaka kanadískra frumbyggja, að sögn The Guardian.

59 dómar á 12 árum

Á aðeins 12 árum hlaut Myles 59 refsidóma. Málin snerust um allt frá líkamsárásum og hótunum til rána. Vegna þess hversu ofbeldishneigður hann þótti hafði honum verið bannað að eiga vopn fyrir lífstíð.

2017 braust hann inn hjá fyrrum unnustu sinni og gerði gat á baðherbergishurðina á meðan kærastan fyrrverandi faldi börnin sín í baðkarinu.

Nokkrum dögum síðar hótaði hann að myrða starfsmann í verslun í eigu frumbyggja.

Nokkrum mánuðum síðar stakk hann tvo menn með gaffli og rotaði þann þriðja.

Hann var handtekinn 2018 en það gekk ekki áfallalaust fyrir sig því hann veitti harða mótspyrnu, sparkaði meðal annars ítrekað í höfuð eins lögreglumanns.

Fyrir þess brot var hann dæmdur í fjögurra ára og fjögurra mánaða fangelsi. Honum var sleppt í febrúar síðastliðnum því yfirvöld töldu að samfélaginu stafaði ekki lengur hætta af honum. Í millitíðinni hafði hann fengið reynslulausn en hafði ekki getað haldið sig á réttri braut þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Í gær

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Í gær

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú