Brian Brobbey var sterklega orðaður við Manchester United í sumar en félagið vildi fá hann í sínar raðir frá RB Leipzig.
Brobbey spilaði með Ajax í láni á síðustu leiktíð og lék þar undir stjórn Erik ten Hag sem er í dag stjóri Man Utd.
Ten Hag sýndi Brobbey mikinn áhuga en hann ákvað frekar að ganga endanlega í raðir Ajax og leikur þar í dag.
Brobbey greinir hins vegar frá því að Man Utd sé hans draumafélag og hefur væntanlega ekki verið auðvelt að hafna liðinu í sumar.
,,Draumaliðið? Manchester United,“ sagði Brobbey í samtali við ESPN.
,,Erik sendi mér skilaboð til að óska mér til hamingju og að hann hafi viljað fá mig til Manchester. Ég vil enn sanna mig hérna.“