fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

Sjáðu myndirnar: Svona lítur nýji iPhone síminn út

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 7. september 2022 17:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Apple kynnti í dag nýjustu vörurnar sínar. Á meðal þess sem var að finna á kynningunni voru nýjar útgáfur af Apple úrunum vinsælu, ný kynslóð af AirPods Pro en einnig var nýjasti iPhone síminn kynntur – iPhone 14.

Óhætt er að segja að síminn virðist ekki vera mjög frábrugðinn forvera sínum í útliti. Innihaldið á þó að vera öðruvísi en í fyrri útgáfum, vinnsluminnið á að vera betra sem og myndavélarnar. Til að mynda eiga myndatökur í lélegri birtu að vera ennþá auðveldari með þessum nýja síma.

Þá eru tveir nýjir öryggiseiginleikar í iPhone 14 sem hafa ekki verið áður í símunum frá Apple. Í fyrsta lagi er það svokallað Crash Detection en síminn nær að nema það þegar þú lendir í bílsslysi.

Í öðru lagi verður nú hægt að senda út neyðarboð í gegnum gervihnetti á stöðum þar sem ekki er neitt símasamband. Þjónustan verður þó aðeins aðgengileg í Bandaríkjunum og í Kanada fyrst um sinn.

Síminn mun verða aðgengilegur síðar í mánuðinum en ekki er víst nákvæmlega hvenær hann kemur hingað til lands.

Hér fyrir neðan má sjá nýju iPhone-símana úr kynningunni í dag:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna

Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna
Fréttir
Í gær

Senn dregur til tíðinda í kapphlaupinu um „stærsta fjársjóð mannkyns“

Senn dregur til tíðinda í kapphlaupinu um „stærsta fjársjóð mannkyns“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sögð ekki hafa áttað sig á eðli parkets

Sögð ekki hafa áttað sig á eðli parkets
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mildi að ekki fór enn verr eftir að klakastykki stórskemmdi vinnubíl í Grafarvogi – Myndir

Mildi að ekki fór enn verr eftir að klakastykki stórskemmdi vinnubíl í Grafarvogi – Myndir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“