fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

„Hjúkrunarmannauður bráðamóttökunnar er með slagæðablæðingu“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 7. september 2022 16:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nýkomin heim af helgarvakt á hinni alræmdu „vandræðagemlings“ Bráðamóttöku LSH. Deildin sem greinilega hvorki utanaðkomandi venjulegt fólk, stjórnendur, né starfsfólk botna í hvort mikið eða lítið er að gera á – hvað þá stjórnmálamenn og heilbrigðisráðherra.“

Svona hefst færsla sem Mette Pedersen, hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku Landspítalans, skrifar en færsluna birti hún á Facebook-síðu sinni á dögunum. Mette segir að fjölmiðlar virðist heldur ekki botna í því hversu mikið sé að gera á bráðamóttökunni.

„Því hvernig er hægt að búa til almennilega frétt um efni sem annað hvort er risastórt áhyggjuefni fyrir stóran hluta þjóðarinnar sem þurfa á Landspítalanum að halda eða bara stormur í vatnsglasi sem ofurþreytt, áhyggjufullt og mjög faglegt starfsfólk, er að „sýsla“ með að búa til hryllingssögur milli vakta?“

Mette segir að sjálf sé hún algjörlega miður sín yfir því að þurfa að kveðja ótrúlega flott samstarfsfólk hvert á fætur öðru. Hún skrifar í hástöfum að samstarfsfólkið sem hefur hætt sé „FAGLEGA ÓMISSANDI.“ Þá segir hún að það eigi alls ekki við að segja að maður komi í manns stað á þessum vinnustað.

„Já, það má færa rök fyrir því að eðlilegt er að starfsmannavelta verður hærri eftir langvarandi álag – en telst það samt ekki ansi blóðugt og ÓEÐLILEGT þegar tæplega 1/3 af einni starfsstétt hættir/fer í veikindaleyfi eða minnkar við sig vinnu? Og frekar slæmt að hætt er að segja hversu margar aukavaktir vantar á hverja vakt því þá er hætta á að þeir sem þó eru skráðir fái kvíðakast yfir að mæta!“

Þá segir Mette að hjúkrunarfræðingarnir sem eru að hætta séu miður sín því þetta var starfið sem þeim langar helst af öllu að vinna við, enda búin að sérmennta sig í faginu. „Þyngri en tárum tekur.“

Mette segir að þrátt fyrir að verkefni hafi verið færð til og að metnaðarfullir ritarar deildarinnar hafi tekið að sér fleiri verkefni þá sé það ekki nóg. „Lyfjatæknar, og félagsráðgjafi deildarinnar eru gulls ígildi og algjörlega ómissandi viðbót í mannauð bráðamóttökunnar og hefur með framúrskarandi störfum einnig létt heilmikið af okkur hinum, – en þetta er EKKI nóg!“

Að lokum segir hún að þetta mál sé alls ekki stormur í vatnsglasi. „Hjúkrunarmannauður bráðamóttökunnar er með slagæðablæðingu og það versta er að það virðist engin vera tilbúin í að setja þrýstingsumbúðir á sárið……. og já, plásturstímabilið er löööngu búið!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans