Thomas Tuchel var fyrr í dag látinn fara sem knattspyrnustjóri Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.
Tuchel hefur verið hjá Chelsea frá því snemma á síðasta ári, en hann vann Meistaradeildina á sínu fyrsta tímabili hjá félaginu.
Chelsea eyddi miklum fjármunum í leikmenn í sumar og þykir gengi liðsins ekki ásættanlegt það sem af er tímabili. Liðið er í sjötta sæti deildarinnar.
Einn af þeim leikmönnum sem Tuchel fékk til Chelsea var sóknarmaðurinn Pierre-Emerick Aubameyang. Þeir höfðu áður unnið saman hjá Borussia Dortmund.
„Ég er svo glaður að fá að spila fyrir hann aftur,“ sagði Aubameyang á dögunum eftir undirskrift hjá Chelsea.
Hann fékk hins vegar aðeins að spila 59 mínútur undir stjórn Tuchel, í 1-0 tapi gegn Dinamo Zagreb í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gær.
Draumur Aubameyang um að spila undir stjórn Tuchel á nú entist því ekki lengi.