Stríð umboðsmanna er hafið í kringum félagaskipti Antony frá Ajax til Manchester United í síðustu viku. United borgðai 100 milljónir evra til hollenska félagsins.
Antony er 22 ára gamall sóknarmaður frá Brasilíu en hann skrifaði undir fimm ára samning við United. Antony skoraði í frumraun sinni gegn Arsenal á sunnudag.
Forza Sports Group sem er í eigu Revien Kanhai birti mynd af sér og sínu fólki að fagna félagaskiptum Antony.
Junior Pedroso er hins vegar skráður umboðsmaður Antony og var með honum í Manchester þegar skrifað var undir. Báðir aðilar vilja sneið af kökunni en talið er að umboðsmaður Antony fái um 20 milljónir punda fyrir félagaskiptin.
„Þetta hlýtur að vera grín,“ skrifar Antony á Instagram og er verulega ósáttur með Forza Sports Group.
„Eftir mikla vinnu hjá mínu liði og fjölskyldu er eitthvað fyrirtæki að reyna að eigna sér félagaskiptin. Ég bið ykkur um að fjarlægja nafn mitt því þið komuð ekkert nálægt viðræðum um samning minn eða nálægt viðræðum félaganna.“