Thomas Tuchel var fyrr í dag látinn fara sem knattspyrnustjóri Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.
Tuchel hefur verið hjá Chelsea frá því snemma á síðasta ári, en hann vann Meistaradeildina á sínu fyrsta tímabili hjá félaginu.
Chelsea eyddi miklum fjármunum í leikmenn í sumar og þykir gengi liðsins ekki ásættanlegt það sem af er tímabili. Liðið er í sjötta sæti deildarinnar.
Samkvæmt Matt Law, blaðamanni Telegraph, hófst ágreiningur á milli Tuchel og Todd Boehly, eiganda Chelsea, þegar sá síðarnefndi vildi fá Cristiano Ronaldo til félagsins frá Manchester United í sumar.
Þjóðverjinn vildi ekki fá Ronaldo og var pirraður á að þurfa að útskýra mál sitt fyrir Boehly.
Allt frá því var samband þeirra ekki upp á sitt besta. Nú er Tuchel farinn.
Þjálfarateymi Chelsea mun sjá um næstu æfingar og undirbúa liðið fyrir næsta leik á meðan leit að snýjum stjóra stendur yfir.