Chelsea hefur látið Thomas Tuchel fara sem stjóra liðsins.
Liðið hefur byrjað tímabilið brösuglega og tapaði 1-0 gegn Dinamo Zagreb í Meistaradeild Evrópu í gær.
Tuchel hefur verið hjá Chelsea frá því snemma á síðasta ári, en hann vann Meistaradeildina á sínu fyrsta tímabili hjá félaginu.
Chelsea eyddi miklum fjármunum í leikmenn í sumar og þykir gengi liðsins ekki ásættanlegt það sem af er tímabili. Liðið er í sjötta sæti deildarinnar.
Þjálfarateymi Chelsea mun sjá um næstu æfingar og undirbúa liðið fyrir næsta leik á meðan leit að snýjum stjóra stendur yfir.
Tuchel er annar stjórinn í ensku úrvalsdeildinni sem er látinn fara á tímabilinu, á eftir Scott Parker hjá Bournemouth.
Chelsea Football Club part company with Thomas Tuchel.
— Chelsea FC (@ChelseaFC) September 7, 2022