fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Segja óhæfa einstaklinga vera tekna inn í lögreglunám – Kunna ekki að dæla bensíni á bíla eða opna vélarhlífina

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. september 2022 08:00

Sænskir lögreglumenn við störf. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglunemar sem kunna ekki að opna vélarhlífina eða dæla bensíni á bíl. Þetta er raunveruleikinn í Svíþjóð í dag. Þingkosningar fara fram í landinu eftir nokkra daga og helsta kosningamálið eru lög og regla og kannski engin furða því hvergi í Evrópu eru fleiri skotnir til bana árlega en í Svíþjóð.

Stjórnmálamenn bregðast við kröfum kjósenda og lofa að fjölga lögreglumönnum en samt sem áður tekst ekki að nýta öll plássin í lögreglunáminu og sumir þeirra sem það stunda eru óhæfir sem lögreglumenn að mati reyndra lögreglumanna. Sumir eru sagðir hafa svo takmarkaða sænskukunnáttu að þeir geti ekki skrifað einfaldar skýrslu.

Þetta kemur fram í 200 sekunder sem er fréttaskýringaþáttur Aftonbladet.

Í þættinum er haft eftir Johan Siverland, sem hefur kennt við lögregluskólann í eitt ár og hefur verið lögreglumaður í 17 ár, að nú sé fjöldi lögreglunema markmiðið, ekki gæðin. Hann nefndi síðan nokkur dæmi sem hann hefur sjálfur upplifað í starfi sínu sem lögreglumaður.

Þar á meðal var að lögreglunemi ók á fótgangandi vegfaranda við lögregluskólann. Í stað þess að biðjast afsökunar og kanna hvernig vegfarandinn hefði það skammaði neminn hann og ók síðan á brott.

Lögreglunemi fékk spurningu í skriflegu prófi sem hljóðaði: „Hvernig áttu að taka á þessum þremur grunuðu ungmennum?“ Svarið var: „Ég handtek hóruungana.“

Lögreglunemi skaut kennara á æfingu. Kennarinn lék hlutverk ölvaðs manns sem hótaði að slá frá sér með áfengisflösku. Lögregluneminn sagði að áfengisflaskan væri lífshættulegt vopn og að þess vegna hafi verið réttlætanlegt að skjóta.

Einnig sagði hann að lögreglunemar hafa ekki kunnað að dæla bensíni á bíla. Þeir hafi dælt bensíni í rúðuvökvahólfið. Einnig séu dæmi um að þeir hafi ekki getað opnað vélarhlífina á innan við tíu mínútum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“
Fréttir
Í gær

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater
Fréttir
Í gær

Dómur kveðinn upp yfir Kourani – Hefur brotið af sér og ofsótt fólk árum saman

Dómur kveðinn upp yfir Kourani – Hefur brotið af sér og ofsótt fólk árum saman
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Drama í ófullgerðu fjöleignarhúsi – Ósátt við nýju veggina og neituðu að færa bílana

Drama í ófullgerðu fjöleignarhúsi – Ósátt við nýju veggina og neituðu að færa bílana