Íslenska kvennalandsliðið mistókst að komast beint í lokakeppni HM í fyrsta sinn eftir leik við Holland í lokaleik riðlakeppninnar í kvöld.
Ísland þurfti sigur eða jafntefli í leik kvöldsins til að tryggja sætið og stefndi allt í að leik kvöldsins myndi ljúka með markalausu jafntefli.
Hollandi tókst hins vegar að skora á 93. mínútu í uppbótartíma til að tryggja sér sigurinn og efsta sætið.
Sandra Sigurðardóttir átti frábæran leik í marki Íslands og var í raun orðlaus eftir leikinn.
,,Ég hef bara sjaldan verið eins svekkt á ævinni og núna, ég veit ekki hvað ég á að segja,“ sagði Sandra við RÚV.
,,Mér líður eins og ég hefði getað tapað 10-0 og það hefði verið skárra, eins svekkjandi og það gerist.“
,,Við erum 11 leikmenn á vellinum og þær voru allar að hlaupa úr sér lungu og lifur og voru ótrúlega duglegar og ég reyndi að gera mitt.“