Holland 1 – 0 Ísland
1-0 Stefanie van der Gragt(’93)
Íslenska kvennalandsliðið mistókst að komast beint í lokakeppni HM í fyrsta sinn eftir leik við Holland í lokaleik riðlakeppninnar í kvöld.
Ísland þurfti sigur eða jafntefli í leik kvöldsins til að tryggja sætið og stefndi allt í að leik kvöldsins myndi ljúka með markalausu jafntefli.
Hollandi tókst hins vegar að skora á 93. mínútu í uppbótartíma til að tryggja sér sigurinn og efsta sætið.
Pressan var mikil á íslenska liðinu í kvöld en fjölmargir Hollendingar létu sjá sig á vellinum til að styðja við sitt lið.
Um 150 Íslendingar létu þó einnig sjá sig og létu vel í sér heyra í í tapinu.
Ísland hafnar því í öðru sætinu og fer í umspil um að komast í lokakeppnina.