Chelsea reyndi lítið til að halda varnarmanninum Antonio Rudiger sem samdi við Real Madrid í sumar.
Þetta segir umboðsmaður leikmannsins, Saif Rubie, sem segir að Chelsea hafi þó boðið Þjóðverjanum samningstilboð sem hann afþakkaði pent.
Romelu Lukaku, leikmaður Chelsea, var á tvöfalt hærri launum en þetta tilboð sem fór illa í Rudiger og hans mann, Rubie.
Lukaku spilar í dag með Inter Milan á láni frá Chelsea og telur Rudiger að hann hafi átt skilið mun meiri virðingu en hann fékk.
,,Hvað ef ég myndi segja ykkur að Chelsea hefði sýnt engan áhuga á að halda leikmanninum?“ sagði Rubie í samtali við TalkSport.
,,Á þessum tíma hefði hann glaður haldið áfram og verið mögulegur fyrirliði liðsins. Hann fékk samningstilboð sem var ekki helmingurinn af því sem Romelu Lukaku var að þéna.“