fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433Sport

Chelsea gerði lítið til að halda Rudiger – Ekki helmingur af launum Lukaku

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 6. september 2022 20:11

Rudiger er fyrrum leikmaður Chelsea. Getty images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea reyndi lítið til að halda varnarmanninum Antonio Rudiger sem samdi við Real Madrid í sumar.

Þetta segir umboðsmaður leikmannsins, Saif Rubie, sem segir að Chelsea hafi þó boðið Þjóðverjanum samningstilboð sem hann afþakkaði pent.

Romelu Lukaku, leikmaður Chelsea, var á tvöfalt hærri launum en þetta tilboð sem fór illa í Rudiger og hans mann, Rubie.

Lukaku spilar í dag með Inter Milan á láni frá Chelsea og telur Rudiger að hann hafi átt skilið mun meiri virðingu en hann fékk.

,,Hvað ef ég myndi segja ykkur að Chelsea hefði sýnt engan áhuga á að halda leikmanninum?“ sagði Rubie í samtali við TalkSport.

,,Á þessum tíma hefði hann glaður haldið áfram og verið mögulegur fyrirliði liðsins. Hann fékk samningstilboð sem var ekki helmingurinn af því sem Romelu Lukaku var að þéna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning
433Sport
Í gær

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“
433Sport
Í gær

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson