fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433Sport

Búið spil hjá Arsenal ef einn leikmaður meiðist

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 6. september 2022 19:21

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Neville, goðsögn Manchester United, telur að Arsenal eigi ekki möguleika á að ná topp fjórum á tímabilinu ef Gabriel Jesus meiðist.

Jesus kom til Arsenal frá Manchester City í sumar og mun liðið treysta verulega á sóknarmanninn í vetur.

Hann er hins vegar eini alvöru framherjinn í herbúðum Arsenal og væri það mikill missir ef hann skyldi meiðast.

,,Ef Jesus meiðist, þá er þetta búið,“ sagði Neville í samtali við the Overlap á Sky Sports.

Arsenal var taplaust fyrir síðasta leik sinn í deildinni gegn Manchester United sem tapaðist 3-1.

Jesus hefur byrjað nokkuð vel með Arsenal og hefur skorað þrjú mörk í fyrstu sex deildarleikjum sínum fyrir félagið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning
433Sport
Í gær

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“
433Sport
Í gær

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson