Chelsea byrjar riðlakeppni Meistaradeildarinnar ansi illa eftir tap gegn Dinamo Zagreb í kvöld.
Chelsea þurfti að sætta sig við 1-0 tap á útivelli þar sem Mislav Orsic skoraði eina markið snemma í fyrri háklfleik.
Pierre-Emerick Aubameyang lék með Chelsea í leiknum og spilaði sinn fyrsta leik.
Í hinum leiknum voru tveir Íslendingar á bekknum er Dortmund vann öruggan 3-0 sigur á FC Kaupmannahöfn.
Hákon Arnar Haraldsson kom inná sem varamaður í tapinu en Ísak Bergmann Jóhannesson var ónotaður.
Dinamo Zagreb 1 – 0 Chelsea
1-0 Mislav Orsic(’13 )
Borussia Dortmund 3 – 0 FCK
1-0 Marco Reus(’35 )
2-0 Raphael Guerreiro(’42 )
3-0 Jude Bellingham(’83 )