Á Fréttavakt kvöldsins er fjallað um réttarstöðu sakbornings sem veitir mönnum betri stöðu en réttarstaða vitnis, segir dósent í réttarfari við HÍ. Feðgar hafa sem kunnugt réttarstöðu sakborninga vegna skotárásarinnar á Blönduósi.
Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins fullyrðir að öll byrlunarmál séu tekin alvarlega. Þetta gengur þvert á orð þolanda sem sem segir allt aðra sögu. Sérfræðingur hjá Stígamótum ræðir málið.
Mikil spenna ríkir fyrir leik íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta við Holland um sæti á HM sem er í kvöld. Sigur eða jafntefli kemur Íslandi á HM.
Lizz Truss forsætisráðherra Bretlands hitti Elísabetu Englandsdrottningu í skoska kastalanum Balmoral í dag. Drottningin bauð Truzz að mynda nýja ríkisstjórn eins og hefð er fyrir.
Það sem við köllum raunveruleikasjónvarp er langt frá raunveruleikanum, og er leið auglýsenda til að ná í gegn í nútímasamfélagi. Lífstílsblaðamenn lesa í gagnrýni um LXS-sjónvarpsþættina.
Fréttavaktin er á dagkrá Hringbrautar alla virka daga kl. 18:30. Hægt er að horfa á þáttinn hér að neðan: