Nökkvi Þeyr Þórisson er genginn í raðir Beerschot í belgísku 1. deildinni. Félagið staðfestir þetta.
Hjörvar Hafliðason greindi fyrstu frá fregnunum í gær og nú hafa þær verið staðfestar.
Nökkvi gerir þriggja ára samning, en hann hefur verið frábær með KA.
Nökkvi hefur verið einn allra besti leikmaður Bestu deildarinnar í sumar. Hann hefur skorað sautján mörk í tuttugu leikjum fyrir KA. Liðið er í öðru sæti deildarinnar með 37 stig, átta stigum á eftir Breiðabliki.
Nökkvi fór til Þýskalands 16 ára gamall en þremur árum síðar, árið 2018, kom hann aftur heim.
Nökkvi Thorisson
✍ 3 seizoenen (+1)
⏩ @KAakureyri
🇮🇸 IJslander
🕰 23 jaar
📍 Spits #WeAre13 #ErreaSport #WelcomeNökkvi pic.twitter.com/XOhtNj3pdA— K. Beerschot V.A. (@kbeerschotva) September 6, 2022