fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433Sport

Ronaldo var mikið orðaður við þá en stjórnarformaðurinn segir þá aldrei hafa komist nálægt því að fá hann

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 6. september 2022 10:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo var orðaður burt frá Manchester United í allt sumar. Að lokum fór hann þó ekki neitt og er enn á Old Trafford, þar sem hann er orðinn varamaður undir stjórn Erik ten Hag.

Ronaldo reyndi hvað hann gat til að komast í annað félag í sumar, þar sem hann vill leika í Meistaradeild Evrópu. Að lokum virtist þó ekkert félag til í að taka sénsinn á honum.

Napoli var eitt af þeim félögum sem Ronaldo var mikið orðaður við. Cristiano Giuntoli, stjórnarformaður félagsins, segir það þó aldrei hafa verið nálægt því að fá Portúgalann.

„Mér þykir það leitt en við vorum aldrei í raunverulegum viðræðum við Manchester United um að kaupa Ronaldo í sumar,“ segir Giuntoli.

Ronaldo þarf að láta sér það að góðu verða að leika í Evrópudeildinni á komandi leiktíð. United hefur leik þar á fimmtudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning
433Sport
Í gær

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“
433Sport
Í gær

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson