Fyrrum landsliðsmaðurinn og Íslandsmeistarinn Kári Árnason er mikil aðdáandi Olivier Giroud, framherja AC Milan og franska landsliðsins.
Kári var gestur í nýjasta þætti Steve Dagskrá, þar sem hann ræddi Frakkann. Þeir hafa nokkrum sinnum mæst í landsleikjum.
„Ég er mikill talsmaður Giroud, einn vanmetnasti leikmaðurinn. Það er alltaf verið að hrauna yfir hann fyrir að gera ekki hitt og þetta en þetta er besti „target-maður“ og „link-up-leikmaður“ sem þú finnur. Ef þú setur nógu góðu leikmenn í kringum hann munu þeir skína,“ segir Kári.
„Þetta var ekkert lamb að leika sér við. Hann er svo sterkur og hann er með frábæra fyrstu snertingu. Hann gerir bara allt í einni snertingu og svo er hann mættur inn í teig. Þú getur ekki litið af honum.“
Kári segir jafnframt að Giroud sé einstaklega viðkunnanlegur, sem kom þáttastjórnendum töluvert á óvart.
„Hann er toppmaður inni á velli. Hann var alltaf auðmjúkur. Hann var bara „veistu ég er sammála þér, þetta var ekki brot,“ Ef maður var eitthvað að þjösnast í dómaranum.“