Úkraínska landamæraeftirlitið skýrir frá þessu. Sagt er að hann hafi skotið á orustuþotuna, sem kostar um 12 milljarða króna í framleiðslu, og hafi hæft hana og hafi hún hrapað til jarðar. Myndbandsupptökur hafa gengið af þessu á Internetinu en Fedorovych sést ekki á þeim.
Landamæraeftirlitið sæmdi hann heiðursorðu og lofsamaði „hetjudáð“ hans. Stofnunin birti myndband þar sem Fedorovych sést ganga, með riffil yfir öxl sér, um heimabæ sinn sem er illa farinn eftir árásir Rússa um leið og hann segir frá atburðarásinni.
Daily Mail segir að hann hafi náð smávegis braki úr orustuþotunni og geymi það í skúr sínum.