fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Pressan

Annar hnífamaðurinn í Kanada látinn – Bróðir hans særður en er enn á flótta

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 5. september 2022 22:39

Damien Sanderson og Myles Sanderson. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Damien Sanderson, annar bræðranna, sem leitað hefur verið að í dag vegna fjölda hnífaárasa í kringm Saskatchewan i Kanada, er látinn. Þetta kemur fram í beinni textalýsingu CNN. Í morgun var greint frá því að tíu einstaklingar væru látnir og fimmtán særðir í hnífaárásum sem áttu sér á þrettán stöðum í sam­fé­lagi kanadískra frum­byggja, sem nefn­ist James Smith Cree Nati­on, í Saskatchewan-héraði. Tala særðra átti síðan eftir að hækka en alls hefur verið tilkynnt um áverka á 18 einstaklingum.

Sjá einnig: Hryllingur í Kanada – 10 drepnir og minnst 15 særðir

Fljótlega voru bræðurnir, Damia og Myles Sanderson , nafngreindir sem hinir grunuðu og að þeir væru á flótta.  Leit lögreglu beindist að þremur héruðum og var greint frá því að mennirnir væru taldir afar hættulegir. Greindi lögregla frá því að bræðurnir, sem eru 31 árs og 30 ára,  hafi ætlað sér að ráðast á sum fórnarlömbin en aðrir hafi orðið fyrir barðinu á þeim af tilvjun.

Neyðarstigi var lýst yfir í heilbrigðiskerfi héraðsins vegna fjölda særðra og  starfsfólk var kallað úr fríum.

Rhonda Blackmore, næstráðandi hjá kanadísku riddaralögreglunni, greindi svo frá því á blaðamannafundi fyrir stundu að eldri bróðirinn, Damien, hefði fundist látinn. Á líkinu hafi fundist áverkar sem að virtust ekki benda til þess að hann hefði skaðað sjálfan sig.

Þá kom fram að yngri bróðir hans, Myles, væri enn á flótta en að hann væri að öllum líkindum særður og taldi lögreglan líkur á að hann myndi freista þess að komast undir læknishendur. Blackmore varaði þó við því að þrátt fyrir að Myles væri særður væri hann að öllum líkindum afar hættulegur.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Málverk selt fyrir milljónir í gegnum tíðina – Saga þess er heldur nöturleg

Málverk selt fyrir milljónir í gegnum tíðina – Saga þess er heldur nöturleg
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún varð heimsfræg fyrir að hafa læknast af krabbameini – En ekki var allt sem sýndist

Hún varð heimsfræg fyrir að hafa læknast af krabbameini – En ekki var allt sem sýndist