Maurizio Arrivabene, stjórnarformaður Juventus, hefur tjáð sig um fyrrum leikmann liðsins, Cristiano Ronaldo.
Ronaldo var einn umtalaðasti leikmaður sumarsins en hann reyndi ítrekað að komast burt frá Manchester United en án árangurs.
Juventus var um tíma orðað við sinn fyrrum leikmann en það kom þó aldrei til greina að fá hann aftur.
,,Við kvöddum á virðingarfullan hátt. Okkur þykir leitt hvernig fór fyrir hann hjá Manchester United en það er ekki okkar vandamál,“ sagði Arrivabene.
Ljóst er að Ronaldo mun spila með Man Utd allavega þar til í janúar en hann kom aðeins til félagsins á síðasta ári.
Man Utd mun hins vegar ekki spila í Meistaradeildinni í vetur sem er eitthvað sem Ronaldo á erfitt með að sætta sig við.