Á Fréttavaktinni í kvöld segjum við frá því að fjórðungur embættismanna, sem hafa hlotið skipanir síðan að núverandi ríkisstjórn tók við fyrir tæpu ári, hefur fengið störfin án auglýsingar. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar efast um að málefnalegar ástæður séu fyrir þessu.
Afar erfið staða í orkumálum bíður Liz Truss nýs forsætisráðherra Bretlands sem kosin var formaður breska Íhaldsflokksins í dag.
Skemmtistaðaeigandi segir það sína tilfinningu að byrlanir séu að verða stærra og meira vandamál en áður. Fjögur tilfelli voru tilkynnt il lögreglu um helgina.
Við hittum afhafna- og auðmanninn Harald Þorleifsson, sem lætur gott af sér leiða, rampar upp landið, nú síðast sumarbúðirnar í Reykjadal. Hann segir það enga sérstaka frétt að hann borgi eðlilega skatta.
Fréttavaktin er á dagskrá alla virka daga klukkan 18:30 á Hringbraut, hægt er að horfa á þáttinn hér að neðan: