Virti miðillinn The Athletic fjallar í dag um þann skaða sem Standard Chartered, fjárfestingabanki og aðalstyrktaraðili enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, er að valda á heimaslóðum Luis Diaz, leikmanns liðsins.
Miðillinn hefur undanfarið rannsakað tengsl bankans við eigendur Cerrejon-námunnar í norðurhluta Kólumbíu, á Barrancas svæðinu, nálægt þar sem Diaz ólst upp.
Tvö ár eru síðan Sameinuðu þjóðirnar báðu kólumbísk stjórnvöld um að hætta starfsemi í námunni, þar sem rannsóknir sýndu fram á að hún hafi ollið alvarlegum skaða á umhverfinu, sem og heilsu stærsta frumbyggjasamfélags landsins, Wayuu ættbálkinum. Diaz fæddist inn í samfélagið.
Samkvæmt frétt The Athletic hefur Standard Chartered lagt rúmlega 7,5 milljarða Bandaríkjadala í starfsemi fyrirtækja sem eiga hlut í Cerrejon-námunni.
Einnig kemur fram að annar styrktaraðili, AXA, hafi lagt 22 milljónir bandaríkjadala í Glencore, sem er einn af eigendum námunnar.