Cristiano Ronaldo kom inn á sem varamaður í 3-1 sigri Manchester United gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Marcus Rashford skoraði tvö marka United og nýi maðurinn Antony eitt.
Bukyao Saka skoraði eina mark Arsenal í leiknum.
Það gengur nú um internetið skondið myndband af Ronaldo, þar sem hann er að hita upp með Brasilíumönnunum Fred og Casemiro.
Þar er Portúgalinn að reyna að leika listir sínar en það mistekst svakalega. Fred hafði mjög gaman að.
Myndband af þessu má sjá hér að neðan.
Fred wasn't impressed with Ronaldo 😅
(via mufc.jimmy/IG) pic.twitter.com/SASJhZ4buq
— ESPN FC (@ESPNFC) September 5, 2022