fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
433Sport

Skýtur á Ferguson og United eftir leik gærdagsins

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 5. september 2022 11:40

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samir Nasri, fyrrum leikmaður Arsenal og Manchester City, hefur skotið á Sir Alex Ferguson og Manchester United eftir sigur Rauðu djöflanna gegn Arsenal í gær.

United vann 3-1 sigur, þar sem Marcus Rashford skoraði tvö mörk og Antony eitt. Bukayo Saka skoraði fyrir Arsenal.

Skytturnar áttu fínasta leik en náðu ekki að skapa nóg af færum á síðasta þriðjungi vallarins. United nýtti skyndisóknir sínar vel og vann leikinn.

„Þessi frammistaða Manchester United minnir mig smá á liðið undir stjórn Sir Alex Ferguson. Þeir voru oft að spila verr en liðið sem þeir spiluðu gegn en voru varkárari en andstæðingurinn,“ segir Nasri, sem er alls ekki sá vinsælasti á meðal stuðningsmanna Arsenal eftir að hann skipti til City árið 2011.

Frakkinn var nálægt því að ganga í raðir United, sem þá var stjórnað af Ferguson. Allt kom hins vegar fyrir ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning
433Sport
Í gær

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“
433Sport
Í gær

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson