Leicester og Aston Villa mætast í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi.
Bæði lið hafa byrjað tímabilið skelfilega. Villa er í sautjánda sæti með fjögur stig eftir sex leiki. Leicester er á botinum með eitt stig.
Talið er að stjórar liðanna, Brendan Rodgers hjá Leicester og Steven Gerrard hjá Villa, séu valtir í sessi.
Rodgers var eitt sinn stjóri Gerrard hjá Liverpool. Komust þeir nálægt því að verða meistarar saman þar vorið 2014, en misstu að lokum af titlinum.
Margir hafa velt því upp hvort sá sem tapi á laugardag verði látinn fara úr starfi.
Það er allavega ljóst að félögin munu ekki sætta sig við eins slakan árangur og raun ber vitni til langs tíma.