Javie Hernandez, fyrrum leikmaður Manchester United og Real Madrid, klúðraði vítaspyrnu á vandræðalegan hátt í uppbótartíma gegn Sporting Kansas City í MLS-deildinni í nótt.
Leiknum lauk 2-2, þar sem Hernandez skoraði bæði mörk Los Angeles, þar á meðal eitt úr vítaspyrnu.
Það var á sjöundu mínútu uppbótartíma þar sem hann fékk svo tækifæri til að koma sínum mönnum yfir. Hann vippaði hins vegar beint á markvörð Sporting Kansas.
Myndband af þessu má sjá hér að neðan.
Um að gera í uppbótartíma í stöðunni 2-2 Chicharito.
Þarna hefði verið gott að hafa Julian Dicks til að bomba honum bara einhvert á rammann. pic.twitter.com/pmPZLLI6is— Björn Berg (@BjornBergG) September 5, 2022