Fyrr í sumar fjölluðu enskir miðlar um rifrildi sem Phil Foden, leikmaður Manchester City, átti við kærustu sína og barnsmóður, Rebeccu Cooke, er þau voru stödd í fríi.
Rifrildið átti sér stað á fínum bar á ströndinni. Nú greina miðlarnir ytra frá því að það hafi orðið vegna mynda sem Foden „líkaði við.“
Myndirnar voru af raunveruleikajónvarpsstjörnunni Holly Burns og þóttu þær djarfar.
„Það er aldrei hægt að fara neitt með þér án þess að eitthvað svona gerist,“ á Cooke að hafa sagt við Foden, en þau eiga tvö börn saman.
Í kjölfar fregna af þessu rifjar enska götublaðið The Sun upp að þetta er ekki í fyrsta sinn sem hinn 22 ára gamli Foden kemur sér í klandur.
Það muna flestir eftir því þegar hann og Mason Greenwood buðu tveimur íslenskum stelpum til sín á hótelherbergi í Reykjavík haustið 2020. Þá voru þeir í landsliðsverkefni með Englandi. Voru þeir sendir heim í kjölfarið.