fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Óttast að borgarastyrjöld brjótist út

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 5. september 2022 09:00

Stuðningsmenn Donald Trump réðust á þinghúsið 6. janúar 2021. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega 40% Bandaríkjamanna telja hugsanlegt að borgarastyrjöld brjótist út í landinu á næstu tíu árum. Sérfræðingar segja þetta „ógnvekjandi“ og óttast pólitískt ofbeldi og óeirðir.

Ekki er langt síðan að Lindsey Graham, öldungardeildarþingmaður úr röðum Repúblikana, sagði að ef Donald Trump, fyrrum forseti, verði ákærður í kjölfar húsleitar alríkislögreglunnar FBI á heimili hans í Mar-a-Lago verði óeirðir á götum úti.

Þetta óttast margir Bandaríkjamenn ef marka má niðurstöður nýrrar könnunar sem YouGov/The Economist gerðu. Niðurstöður hennar eru að rúmlega 40% Bandaríkjamanna telja hugsanlegt að borgarastyrjöld brjótist út á næstu tíu árum.

Bandaríska borgararstyrjöldin geisaði frá 1861 til 1865. Í aðdraganda hennar glímdi þjóðin við mikil pólitísk vandamál, skarpar andstæður á pólitíska sviðinu og litla trú almennings á stofnunum landsins. Að sumu leyti er staðan svipuð nú.

Niðurstöður könnunarinnar sýna að fleiri Repúblikanar en Demókratar telja líklegt að til borgarastyrjaldar komi. Meðal tryggra kjósenda Repúblikanaflokksins er hlutfallið 55%. Fimmti hver trúfastur Repúblikani telur mjög líklegt að það gerist innan tíu ára.

Bæði Repúblikanar og Demókratar telja að þjóðin sé meira klofin nú en áður en stuðningsmenn Donald Trump réðust á þinghúsið í Washington í janúar á síðasta ári. 62% óttast pólitískt ofbeldi á næstu árum.

72% Repúblikana telja að pólitískur klofningur mun vaxa enn frekar en hjá Demókrötum telja 58% að svo fari.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti