Brynjólfur Andersen Willumsson komst á blað fyrir lið Kristiansund í norsku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Sandefjord.
Brynjólfur gerði annað mark Kristiansund í sigrinum og var þetta hans fyrsta í deildinni í sumar.
Í sömu deild spilaði Hólmbert Aron Friðjónsson 17 mínútur fyrir Lilleström sem tapaði 3-1 gegn Valerenga. Hólmbert kom inná sem varamaður í stöðunni einmitt 3-1.
Patrik Sigurður Gunnarsson fékk á sig fjögur mörk fyrir Viking sem tapaði 4-1 gegn Rosenborg. Kristall Máni Ingason var ekki með Rosenborg í leiknum.
Í Svíþjóð spilaði Valgeir Lunddal Friðriksson með Hacken sem gerðir 2-2 jafntefli við Degerfors.
Aron Bjarnason spilaði að sama skapi með Sirius í 1-0 tapi gegn Djurgarden og Sveinn Aron Guðjohnsen með Elfsborg í 3-2 sigri á Malmö.
Í Danmörku lék Alfreð Finnbogason sinn fyrsta leik með Lyngby sem tapaði 2-0 heima gegn Randers.
Alfreð kom inná sem varamaður í seinni hálfleik fyrir Lyngby sem er á botninum með tvö stig eftir átta leiki.
Aron Elís Þrándarson kom inná sem varamaður í 2-1 tapi OB gegn Viborg og var Elías Rafn Ólafsson bekkjaður hjá Midtjylland í 0-2 tapi gegn AaB.